Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 82. fundur,  20. mars 2023.

fjármögnun heilsugæslu.

[15:55]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að útgjöld til heilbrigðismála hafi aldrei verið hærri og aukist verulega undanfarin ár er staðan í heilbrigðiskerfinu okkar víða ekki eins og best verður á kosið, m.a. bíða allt of margir sjúklingar allt of lengi eftir nauðsynlegri og lífsbætandi þjónustu. Það virðist því ekki vera lögmál að hærri framlög leiði til betri þjónustu. Það er hins vegar endurtekið og hávært stef í umræðum um heilbrigðismál að það sárvanti fjármagn í málaflokkinn og það er nauðsynlegt að við höfum sem réttastar upplýsingar um fjármögnunina hverju sinni.

Virðulegi forseti. Mig langar því til að spyrja hæstv. ráðherra út í fjármögnun á heilsugæslunni en á dögunum staðhæfði framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að það vantaði fjármagn á allar heilsugæslustöðvar. Ég spyr því einfaldlega: Er þetta rétt?