Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 82. fundur,  20. mars 2023.

fjármögnun heilsugæslu.

[15:59]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svarið. Eftirspurnar- og framboðslögmálið hlýtur samt að virka hér eins og það gerir í samanburðarlöndum okkar og biðtími hér er í engu samræmi við biðtíma í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, svo einhvers staðar hlýtur pottur að vera brotinn. Mín skilaboð eru þau að það sé alveg ótrúlega mikilvægt að leita allra leiða til þess að fara vel með fjármuni í heilbrigðiskerfinu og að bætt nýting með fjármuni í heilbrigðiskerfinu sé eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna. Af því að við erum farin að ræða það, bætta nýtingu fjármuna, má ég til með að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra enn á ný út í þjónustutengt fjármögnunarkerfi. Hver er staðan á því? Hvenær förum við að fara eftir lögum um sjúkratryggingar þar um?