Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[15:05]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar í seinna andsvarinu að spyrja hv. þingmann út í nokkuð sem hann nefndi sem er hækkun framlags til þróunarsamvinnu. Hæstv. ráðherra nefndi áðan í andsvari við mig að hún teldi að það væri pólitískur vilji fyrir því að horfa til hækkunar á þessu eða þverpólitískur vilji, held ég að hún hafi orðað það. Þá langaði mig að spyrja hv. þingmann, hann hafandi verið hér aðeins lengur en ég og verið í forsvari fyrir einn af flokkunum á þingi: Hvernig getum við unnið betur saman að því sem þing og með hæstv. ráðherra og hæstv. fjármálaráðherra, því þarna er verið að tala um peninga, að við í stigum hækkum þessa tölu? Hvaða hugmyndir hefur hv. þingmaður í því?