Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[15:51]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu og mig langaði að fylgja eftir með svipaðri spurningu og ég spurði fulltrúa annars stjórnmálaflokks hér áðan. Mig langar að spyrja um álit hv. þingmanns og kannski hann geti gefið einhverja innsýn í hvernig álit hans samræmist stefnu flokks hans um að vinna að því að hækka það framlag sem við sem ríki leggjum til þróunarsamvinnu. Í dag er það 0,35% af vergri þjóðarframleiðslu og markmiðið er að komast upp í 0,7% en við kannski tvöföldum þetta ekki á einni nóttu. En er hv. þingmaður sammála því að hækka þetta og tilbúinn að styðja þá vinnu að finna út úr því hvernig við getum þverpólitískt hér á þinginu náð slíku markmiði, vonandi meðan við erum enn hér ofan? (Gripið fram í: Hver er upphæðin, Gísli?) 0,35%. (Gripið fram í.)

(Forseti (OH): Ekki samtal úr sal.)