Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

NATO-þingið 2022.

648. mál
[18:42]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og verð að viðurkenna að ég gat ekki látið þetta hjá líða, því ég rak eins og margir upp stór augu þegar í ljós kom að hv. þingmaður væri kjörinn í Íslandsdeild NATO og var að velta fyrir mér hvað lægi þar á bak við, því ég taldi mig þekkja afstöðu þingmannsins. Ætli við verðum ekki bara að vona að vera hans í Íslandsdeild NATO leiði gott eitt af sér og við sjáum öll hversu mikilvægt það er fyrir Ísland sem, eins og hv. þingmaður segir, boðbera friðs en líka herlaust ríki í Norður-Atlantshafi, að vera þátttakandi og aðili að jafn mikilvægu varnarbandalagi og NATO er.