Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

hungursneyðin í Úkraínu.

581. mál
[11:18]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir með öðrum, þetta er táknrænt en mjög mikilvægt mál. Okkur hættir til að flagga þeim atburðum sögunnar sem mannkynið getur hrósað sér af en gleyma hinum og sópa þeim undir teppið sem eru óþægileg. Þetta er auðvitað eitt af slíkum málum sem þurfa að lifa í vitund framtíðarkynslóða. Þess vegna mun Samfylkingin styðja þetta mál heils hugar.