Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:24]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna því að við séum komin af stað í þessa mikilvægu vegferð sem heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu er. Hér er ákveðin grunnvinna þar sem verið er að skýra lögin sem hefur auðvitað verið eitt af stóru málunum, þ.e. hversu óskýr og óaðgengileg lögin eru og upplýsingar úr þeim.

Ég ætla að bara fagna því að við séum hingað komin. Þetta mál er til mikilla bóta en eins og ég segi; liður í áframhaldandi vinnu við það að gera þetta kerfi betra og sanngjarnara. Mig langar að nota tækifærið og þakka sérstaklega nefndarmönnum hv. velferðarnefndar fyrir góða samvinnu og treysti því að hér eftir sem hingað til munum við í samstöðu vinna að betri kjörum þessa hóps.