Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:40]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þarna er lagt til að kveða á um að fjármagnstekjur verði ekki skertar. Það er alveg með ólíkindum að í þessu umhverfi sem við erum í í dag þá borga þeir sem eru með fjármagnstekjur 22% skatt og eru í mínus. En það dugir ekki þessari ríkisstjórn eða undanförnum ríkisstjórnum að hafa það þannig heldur vilja þær líka setja skerðingar á mínusinn, skerða tapið enn þá meira, til að sjá til þess að þessir hópar eigi enga möguleika á að ávaxta fé sitt. Hvers vegna í ósköpunum hafið þið þetta svona? Hver er skýringin? Getur einhver komið hér upp og rökstutt það hvers vegna þessi hópur er tekinn út og gerður að svona blóraböggli?