Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:52]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Laun okkar þingmanna og laun ráðherra eru uppfærð samkvæmt fastri reiknireglu. Hið sama ætti að sjálfsögðu að gilda um öryrkja og eftirlaunafólk. Ég sé að þingmenn Vinstri grænna, þingmenn Framsóknarflokksins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að fella þessa tillögu. Þá finnst mér eiginlega að þau verði að svara þessari spurningu: Hvers vegna ætti fólkið sem reiðir sig á almannatryggingakerfið, hvers vegna ætti fátækasta fólkið á Íslandi að þurfa að reiða sig á óskýrari viðmið, minni fyrirsjáanleika, meiri óvissu, jafnvel sum árin minni kjarabætur, árlegar kjarabætur, heldur en við hér í þessum sal, stjórnmálastéttin á Íslandi?