Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

stjórn fiskveiða.

861. mál
[15:39]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil bara í upphafi segja að ég átta mig fullkomlega á hvaða verkefni hæstv. ráðherra er að takast á við og hagsmunum þess landsvæðis sem koma fram í frumvarpinu, og ég ætla ekki að gera lítið úr því. Fyrri spurning mín hér er kannski fyrst og fremst þessi: Hefur ráðherra leitað af sér allan grun um það hvort við getum gripið til einhverra annarra aðgerða inni í núverandi fyrirkomulagi til að bregðast við því sem er meginvandamálið sem á að leysa með þessu frumvarpi?