Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

stjórn fiskveiða.

861. mál
[15:41]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi þá myndi ég ekki kalla þetta afturhvarf vegna þess að við erum sannarlega að tala um að fara í svæðaskiptingu með vissum hætti en við erum að horfa til þess hversu margir bátar eru í raun og veru að melda sig inn á strandveiðar á hverju svæði og skipta jafnt milli þeirra báta. Það er því viðleitni til að gæta betur að þessum jafnræðissjónarmiðum en unnt var að gera með fyrra fyrirkomulagi. Það er auðvitað þannig að allt þetta er til skoðunar hjá nefndinni og allt það sem hv. þingmaður nefnir hér. Virði eða verðmæti — væri aflaverðmæti einhvers konar viðmið? Það hefur ekki verið sérstaklega miðlægt í umræðunni. En það er auðvitað eitt af því sem væri hægt að skoða. En ég held að það sé mikilvægt að við skoðum þetta, annars vegar í stóra verkefninu um auðlindir okkar og hins vegar í hv. atvinnuveganefnd þegar málið verður tekið þar til umfjöllunar.