Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

stjórn fiskveiða.

861. mál
[15:46]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það með hv. þingmanni að brottkast er mikið áhyggjuefni og það má leggja töluvert á sig til þess að stemma stigu við því. Eftir því sem tækjabúnaði og leiðum til að kanna brottkast fleygir fram virðumst við því miður sjá mun meira af því. Þetta er kannski alvarlegasta umhverfismálið þegar nýting sjávarauðlindarinnar er annars vegar.

Af því að við erum að tala um tonn á móti tonni, þá er það auðvitað þannig að tonn af stórum þorski er mun verðmætara en tonn af litlum þorski og strandveiðisjómenn og fjölskyldur þeirra hafa minna upp úr krafsinu. Það er auðvitað hárrétt þegar við erum að tala um verðmætin. Mér finnst mikilvægt að hlusta eftir þessum sjónarmiðum, við verðum að skipta þessu jafnar. Hins vegar er það þannig, þegar um ráðgjöfina er að ræða, að hún er gefin í tonnum.