Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

stjórn fiskveiða.

861. mál
[16:09]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér þykir miður að fólk hafi móðgast og særst við þessa ræðu og það kemur verulega á óvart. En stundum verður fólk sannleikanum sárreiðast. Ég sé ekkert að því, ég er einfaldega að segja að það er búið að ýta út af borðinu ákveðnum þáttum hvað varðar gagnrýni á ráðgjöf sem hefur ekki gengið upp. Ég verð að upplýsa hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur um að það er alveg kristaltært að þessi aflaregla átti að skila frá árinu 2013 liðlega 300.000 tonna ársafla í þorski, bara út öldina. Mér hefði þótt betra að hv. þingmaður hefði tekið þessari umræðu fagnandi vegna þess að þetta hefði kannski opnað á að hægt væri að opna frekar til sjávar og efla atvinnulíf í Ólafsfirði.