Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

fjöleignarhús.

80. mál
[17:52]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef í rauninni ekkert annað að segja en að maður liggur við bara kemst við þegar maður fær svona falleg skilaboð og góðar undirtektir. Það er ekki vanalegt að stjórnarþingmenn séu með svona risastórt hjarta gagnvart stjórnarandstöðuþingmanni. En dýravinir erum við engu að síður. Þetta frumvarp er í rauninni ekki að raska neinu jafnvægi í ríkissjóði og við höfum alla þessa fyrirvara í frumvarpinu og eins og hv. þingmaður bendir líka á, t.d. ef það eru mjög veikir einstaklingar fyrir í stigagangi þar sem koma aftur á móti nýir aðilar inn sem eru með gæludýr, þá verði að taka tillit til þess. Þá er það líka á hendi sveitarfélaganna ef t.d. um félagslegt húsnæði er að ræða að miðla málum og geta gert það þannig að úr rætist fyrir alla. Mér finnst þetta geta verið svona samvinnuverkefni okkar allra til þess að veita frelsi og gefa gleði og til þess að við getum öll í rauninni látið okkur líða heima eins og þetta sé okkar heimili þar sem við megum gera það sem við viljum og það sé okkar friðhelgi og okkar réttur að fá að halda gæludýr. Enn og aftur, hv. þm. Hildur Sverrisdóttir, takk fyrir þig og þín fallegu orð og hjarta.