Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

orkustefna.

[15:47]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að hv. þingmaður væri hættur með lausnina sína um að taka út jarðefnaeldsneyti og fá ekki neina græna orku í staðinn. Þetta var stutt en gott. Það skal upplýst fyrir hv. þingmanni að það er ekki svo gott að sá sem hér stendur ráði orkuframleiðslu á Íslandi, það er Alþingi Íslendinga. Til að upplýsa hv. þingmann þá var þriðji áfangi rammaáætlunar sem betur fer afgreiddur og ef menn ætla að fara í fleiri virkjunarkosti þá þarf að samþykkja það hér á þingi. Þannig er það.

Varðandi baráttuna í loftslagsmálum þá snýr hún auðvitað að fleiru, eins og hv. þingmaður veit, en því að búa til græna orku. Við erum að vinna að því þegar kemur að hringrásarhagkerfi og ýmsu öðru og ég vonast til þess, virðulegi forseti, að við ræðum það hér þegar stöðumat, skýrslur og aðgerðaáætlanir koma hér fyrir þingið. En það er leiðinlegt, virðulegi forseti, að þessi stóru tíðindi sem hv. þingmaður kom hér með rétt áðan hafi staðið svo stutt yfir.