Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

verkefnastyrkir til umhverfismála.

[16:00]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég fagna því að heyra að búið sé að útdeila úr rekstrarstyrkjahlutanum en þá skil ég það líka með sama hætti að það sé ófrágengið með verkefnastyrkina. Ég tek undir það sem hæstv. ráðherra segir, að það er mjög mikilvægt að þetta sé gagnsætt, og ég held að það hafi verið mikið heillaspor að flytja þetta úr því formi sem það var í hjá fjárlaganefnd af því að þetta, að ég held, ætti að tryggja meiri samlegð og samræmingu. En þá langar mig kannski í seinna andsvari að spyrja ráðherrann þegar hann talar um aukinn fyrirsjáanleika og að stilla þessa hluti betur saman á milli ráðuneyta Stjórnarráðsins hvort hann geti í örstuttu máli útskýrt fyrir mér eða greint frá því hvernig hann sjái það fyrir sér.