Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[14:10]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í dag halda áfram umræður fagráðherra um málaflokka á þeirra málefnasviði. Eins og áður er um klukkustund áætluð fyrir hvern ráðherra þannig að ráðherrann hefur fimm mínútur í upphafi en síðan tvær mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í seinna sinn. Þingmaður, einn úr hverjum flokki, að undanskildum flokki viðkomandi ráðherra, hefur tvær mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í síðara sinn. Við lok umræðunnar munu fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar þingflokka fá tíu mínútur hver til að ljúka umræðunni. Andsvör verða ekki leyfð.