Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:46]
Horfa

Forseti (Andrés Ingi Jónsson):

Forseti minnir á að þingmálið er íslenska, á köflum var ræðan ansi enskuskotin hjá hv. þingmanni. (JFM: Þingmaður hefur búið í enskumælandi löndum um þriðjung ævi sinnar.) Já, þó að forseti átti sig á því að hér er í raun verið að ræða alþjóðamál þá er þingmálið engu að síður íslenska. (Gripið fram í.) Þá minnir forseti á að ætlast er til að vísa til hv. þingmanna og hæstv. ráðherra með fullu nafni og þarf þá föðurnafnið að fylgja með. (JFM: Ófullkomleiki mannskepnunnar er slíkur …) En vegna þess að hv. þingmaður nefndi hér fyrirspurn sem liggur fyrir í máli 844, varðandi kostnað við EES-samstarfið, þá hafa þau boð verið borin til skrifstofu að grennslast fyrir um það mál. Það var lagt fram 13. mars, eins og þingmaðurinn nefndi, og var þar með komið á fimmtán daga tíma 3. apríl í páskahléi og hefði þess vegna, ef öll tímamörk hefðu verið virt, átt að birtast strax að loknu páskahléi. Það verður gengið eftir þessu.