Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:56]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að svara spurningu hv. þm. Diljár Mistar Einarsdóttur með stuttu tveggja stafa orði sem er: Já. Ég held að ég hafi vikið að því í svari við fyrri fyrirspurnum að ég tel að þetta sem hér er til umræðu skipti ekki neinum sköpum. Þetta er eitthvað sem við í rauninni undirgengumst fyrir 30 árum og hefur hangið einhvers staðar óklárað og því geri ég ekki stórar athugasemdir við það. Ég er hins vegar að nota tækifærið og brýna okkur til þess þegar virkilega kemur að því að segja nei við skipunum að utan, sama úr hvaða átt þær koma, þá höfum við til þess dug, þor og kjark. Svo vil ég bara segja, að ég hygg að ánægja okkar hv. þm. Diljár Mistar Einarsdóttur sé gagnkvæm af því að talast við í þingsal.