153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.

941. mál
[18:37]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að þakka hæstv. innviðaráðherra fyrir svar við andsvari. Ég ætla bara ítreka að hér er ég að vísa til einkaþota sem eru þá fyrst og fremst flugför sem eru notuð til farþegaflutninga milli landa en ekki endilega einkaflugvéla sem eru nýttar raunverulega þannig að þær taka á loft frá einum flugvelli og lenda jafnvel á sama flugvelli eða eru bara til einkanotkunar einstaklinga innan lands. Ég geri ráð fyrir að þetta eigi fyrst og fremst við um fólk sem fer til og frá landinu en það ætti að vera hægðarleikur að flokka sérstaklega flugför sem taka til þess að gera fáa farþega og setja sérstakt gjald á slík loftför enda hefur það sýnt sig að þetta eru þau loftför sem menga hvað mest, svona út frá sjónarhóli hnattrænnar hlýnunar.