Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

stjórn fiskveiða.

539. mál
[15:06]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langar aðeins að benda á eina raunverulega staðreynd hvað lýtur að þessu máli og það er sú mismunun sem felst í því hvernig er verið að gera upp á milli sjómanna. Við vitum, eins og kom t.d. fram í máli hv. þm. Gísla Rafns Ólafssonar hér áðan, að það kostar tugi milljóna að skipta yfir í raforku á fiskibátunum okkar, þannig að það eru ekki nema þeir allra efnamestu sem mögulega gætu farið í slíka aðgerð. Hinir sitja eftir með sárt ennið og horfa á félagann, þennan eina í þessari höfn sem fær alltaf að draga 100 kílóum meira og koma með 100 kílóum meira að landi hvern dag. Þetta er hrein og klár mismunun, herra forseti, og við styðjum hana ekki.