Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 102. fundur,  3. maí 2023.

tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030.

689. mál
[15:42]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir að taka vel utan um málið. Hún tók utan um breytingartillögu hv. þm. Eyjólfs Ármannssonar, Flokki fólksins, af öllu hjarta þar sem við tökum í rauninni utan um fatlað fólk, ekki síður en aðra, til að gefa þeim kost á því að eiga jafnan rétt á aðgengi að menningu og tónlist eins og okkur hinum. Takk, elskulega allsherjar- og menntamálanefnd og takk, þið öll, því að ég veit það að auðvitað segjum við öll já. Það er ekki alltaf sem við gerum það.