Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[15:42]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætis andsvar. Það hefði verið æskilegt að þetta hefði verið ávarpað með einhverjum hætti vegna þess að þetta tengist óneitanlega. Atvinnuþátttaka stuðlar að aukinni virkni, vellíðan og lífsánægju og það er náttúrlega tilgangurinn með þessari ágætu áætlun að m.a. fresta því og koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að fara á hjúkrunarheimili og þá á að auka heimaþjónustuna, sem er brýnt og gott mál. Mér finnst einfaldlega nauðsynlegt að ávarpa þetta vegna þess að heilmikil virkni felst í þessu eins og við vitum. Ríkisvaldið á að stuðla að því að greiða leið þeirra sem komnir eru á efri ár og hafa vilja, getu og heilsu til að stunda atvinnuþátttöku (Forseti hringir.) vegna þess að það er stór þáttur í því að aðgerðaáætlun eins og þessi nái tilgangi sínum.