Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:35]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Að skipa starfshóp til að taka úr gildi samþykki 56 þingmanna hér á Alþingi hlýtur að vera eitthvert met. Ég skil ekki hvernig það er hægt. Þessi starfshópur hefur það mikil völd að hann á bara að fresta þessu öllu í fjögur ár. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa þegar samþykkt er hér á þingi að koma á hagsmunafulltrúa aldraðra að við berum það mikla virðingu fyrir þeirri samþykkt og fyrir öldruðu fólki sem hefur byggt upp landið okkar að við göngum í og klárum þetta verk. Förum ekki í útúrsnúninga og reynum að láta einhverja úti í bæ, einhvern hóp sem er skipaður, fá þau völd að ógilda það sem Alþingi hefur samþykkt. Við eigum aldrei að sætta okkur við þetta.