Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta mál, enda er það gott, það eru mörg brýn verkefni og tímabær sem fjallað er um í þessari aðgerðaáætlun. Það er bara einn vandi og hann er sá að í annarri áætlun, sem er fjármálaáætlun, fáum við ekki séð að það sé gert ráð fyrir fjármunum til að hrinda þessari fínu áætlun í framkvæmd. Við eigum eftir að fjalla um fjármálaáætlunina og það er enn tækifæri til að laga það mál. Ef við gerum það ekki þá er þetta góða, brýna og tímabæra mál fallið. En síðan vil ég taka undir þá sjálfsögðu kröfu að framkvæmdarvaldið fylgi eftir þeim ákvörðunum sem Alþingi tekur.