Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég deili áhyggjum þingmanna sem hafa talað hérna um hvernig er farið með ályktanir þingsins, að það eigi nú að gera eitthvað og bíða og sjá og athuga áður en við tökum ákvörðun, segir ráðherra, áður en við tökum ákvörðun. En það vorum við sem tókum ákvörðun í þessum þingsal. Þessi þingsalur er þar sem þingbundið lýðræði klárast. Þetta er staðurinn þar sem hið þingbundna lýðræði er stundað, ekki inni í ríkisstjórninni. Þar fer framkvæmdin á þessu þingbundna lýðræði fram. Ákvörðunin var tekin hérna inn í þingsal og það er ekki hægt að ráðherra segi: Ja, þegar við ákveðum. Það er búið að taka ákvörðun.