Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024--2028.

860. mál
[16:49]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál fer náttúrlega alltaf að verða furðulegra og furðulegra vegna þess að það eru komin tvö ár og nú segir ráðherra út af því að einhver starfshópur úti í bæ hafi ákveðið eitthvað, og hann líka, að skoða málið — þess vegna sé komið inn t.d. á Ísland.is, tveir aðilar þar sem eiga að fylgjast með málum. Við erum með áætlun hérna til 2028. Það er fram yfir næstu kosningar. Mér sýnist á öllu að það eigi að draga þetta mál þannig að það deyi út, það eigi ekki að setja hagsmunafulltrúa aldraðra á dagskrá en það er sko sannarlega þörf fyrir það. Það er sannarlega þörf fyrir það nú í dag að hagsmunafulltrúi aldraðra sé að starfa, hann þyrfti að byrja að starfa strax í dag út af biðlistum og öðru í því kerfi sem eldri borgurum er búið í dag.