dómstólar.
Virðulegi forseti. Ég styð ekki þessa breytingartillögu en fagna því mjög að samstaða ríki um að fjölga dómurum í Landsrétti um einn.
Það er mat Landsréttar sjálfs, dómstólasýslunnar og ráðuneytisins að það sé nægjanlegt til að ná utan um þann málahala sem skapast hefur. Við höfum jafnframt verið upplýst um að unnið sé að ýmsum öðrum aðgerðum á vettvangi Landsréttar til að flýta fyrir málarekstri þar. Við tökum svo sannarlega öll undir mikilvægi þess að mál gangi eins hratt og vel fyrir sig og hægt er í Landsrétti.
Ég fagna því að við samþykkjum að fjölga dómurum um einn. Við teljum það nægjanlegt á þessum tímapunkti.