Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

432. mál
[17:19]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Guðbrandur Einarsson talar um að hann skilji markmiðin en sé á móti kauprétti sem hluta af launakjörum. Þarna greinir okkur hv. þingmann á.

Virðulegi forseti. Ég fagna því mjög að þetta sé komið fram. Hæstv. nýsköpunarráðherra hefur talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að við færum þetta umhverfi nær því sem er í löndum í kringum okkur. Við vitum að hér eru mörg fyrirtæki, frumkvöðlar og sprotar sem bíða eftir því að þetta frumvarp verði að lögum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli í samkeppni okkar um mannauð milli þjóða en við erum ekki samkeppnishæf eins og staðan er nú.