Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

432. mál
[17:21]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð heils hugar það sem gert er hér fyrir nýsköpunarfyrirtæki.

Við getum farið yfir sögu nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og nefnt Marel, Össur, Kerecis og fjölmörg fleiri sem eru gríðarlega verðmæt og bera íslensku hugviti fagurt vitni. Ég vil lýsa ánægju með það.

Ég lýsi líka ánægju með að hvötum við orkuskipti í bílum skuli vera fram haldið, sem við höfum náð góðum árangri í og vorum næst á eftir Norðmönnum á heimsvísu, held ég.

Ég vil nota tækifærið, af því að ég lét það hjá líða áðan, og lýsa sérstakri ánægju með frumvarpið um náttúruvernd og úrgang, og sérstaklega um myndlistarstefnu, tónlistarstefnu og kvikmyndastefnu, svo að ég afgreiði þetta allt í einu. (Gripið fram í.)

Ég ætla bara að segja þetta núna af því að svo þarf ég frá að hverfa. (Forseti hringir.) Ég ætla að segja að menningar- og viðskiptaráðherra gengur á undan með góðu fordæmi með því að boða það sem gera skal og láta það ganga eftir. Fyrir það ber að þakka.