Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[14:21]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ekki hægt að samþykkja þetta frumvarp. Það er ekki hægt að samþykkja frumvarp sem vegur að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og skipulagsvaldi þeirra. Umsagnir sveitarfélaganna hníga allar í þessa átt og það gengur ekki að ríkisvaldið ætli sér að breyta lögum til að keyra yfir erfið og óþæg sveitarfélög. Samkvæmt þessu frumvarpi verður það ráðherra sem fær í hendur alræðisvald og það er ekki hægt að samþykkja slíkt. Svona mál þarf að vinna í algjörri sátt við sveitarfélögin og sú umræða hefur ekki farið fram. Það eru ekki bara sveitarfélögin sem eiga þarna í hlut heldur hafa eigendur lands eitthvað um það að segja hvort þeirra eign verði nýtt á þennan hátt. Mér er það til efs að þetta frumvarp standist eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Þess vegna mun ég greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi.