Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[14:22]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram að hið hefðbundna skipulagsferli sveitarfélaga er alltaf æskilegasta leiðin en hér er verið að útfæra leið sem hægt er að grípa til, m.a. að frumkvæði sveitarfélaga, ef stefnir í ágreining sem þarf að leysa í ljósi þess að um er að ræða framkvæmd sem ekki er spurning hvort eigi að fara í heldur með hvaða hætti. Með þessu er einmitt verið að setja hagsmuni almennings í forgrunn, þ.e. það er verið að tryggja leið þegar ágreiningsmál koma upp þegar þarf að fara í uppbyggingu á þjóðhagslega mikilvægum innviðum. Það er ekki nóg að afla orkunnar, við þurfum líka að geta flutt hana. Almenningur hefur enn sömu tækifæri og leiðir til aðkomu í þessum málum líkt og í hefðbundnum skipulagsmálum og allir aðrir ferlar sem fyrir eru halda sér. Hér er einungis klárlega verið að setja inn viðbót.