Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

dómstólar.

822. mál
[14:33]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ætlaði nú ekki að fara í eitthvert orðaskak við hæstv. dómsmálaráðherra en þykir miður hvað hann hefur lítinn skilning á dómskerfinu. Við Hæstarétt starfa sjö dómarar. Þar dæma að jafnaði fimm saman. Það þýðir ekki að hinir tveir séu iðjulausir og hafi ekkert að gera, alls ekki. Það þarf að tryggja réttaröryggi og það er m.a. gert með því að hafa ekki óendanlegan málshraða í málum, sérstaklega í viðkvæmum málum. Það væri betra ef hæstv. dómsmálaráðherra myndi einbeita sér að því að treysta dómstólana í landinu og réttarkerfið allt í staðinn fyrir að stunda hér einhverja spælingapólitík í pontu Alþingis. Hann setur niður við slík orð.