Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit.

1053. mál
[18:14]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hvað varðar gjaldskrána þá lýtur hún að því að staðið sé undir kostnaði sem fylgir rannsóknum og eftirliti. Mér finnst eðlilegt að þetta standi undir sér. Ríkisendurskoðun fjallar um það í skýrslunni.

Hvað varðar þátt sveitarfélaga þá náði þessi skýrsla ekki til þeirra. Líkt og ég sagði bendir meiri hluti hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á að ágætt hefði verið ef hún hefði gert það. Afmörkunin var önnur. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum og hann og embættið kusu að afmarka skýrsluna samkvæmt beiðni hæstv. ráðherra um úttekt á lagaumhverfi og stjórnsýslu. Það breytti því ekki að nefndin fjallar um þetta í áliti sínu. Vegna hins knappa ræðutíma gat ég ekki gert mjög ítarlega grein fyrir því en vísa í umfjöllun í áliti meiri hluta hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem taldi mikilvægt að inn á þetta væri komið.