Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

Seðlabanki Íslands.

541. mál
[16:13]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum nú að fara að greiða atkvæði um Seðlabanka Íslands, fjármálaeftirlitsnefnd. Þetta snýr þannig að mér að mér finnst einhvern veginn að þegar við erum að kalla til ráðgjafa til að leiðbeina okkur í málum að þá sé á þá hlustað. Mér þykir það vera athyglisvert að við erum í raun og veru að setja fram frumvarp áður en álitsgerð ráðgjafanna kemur fram. Það er ýmislegt sem þyrfti að skoða í þessari álitsgerð, m.a. um stöðu seðlabankastjóra sjálfs þar sem verið er að gera athugasemd við það að völd hans gætu hugsanlega verið of mikil. En einhverra hluta vegna lá svo mikið á að koma frumvarpinu fram að það var ekki beðið eftir því að ráðgjafarnir legðu fram sína álitsgerð. Þess vegna er í raun og veru ekki hægt að greiða atkvæði um þetta og Viðreisn mun ekki gera það í dag.