Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

Seðlabanki Íslands.

541. mál
[16:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er verið að fara eftir áliti sem kom frá sérfræðinganefnd sem skipuð var lögum samkvæmt. Hér er verið að gera breytingar sem eru til þess fallnar að rétta af ábyrgðarkeðju þegar kemur að málefnum Seðlabankans til að tryggja réttaröryggi við töku ákvarðana. Það komu einnig ábendingar frá annarri sérfræðinganefnd og það er fjallað um það í meirihlutaáliti að við beinum því til ráðuneytisins að það skoði þær ábendingar og það kann vel að gerast inn í framtíðina. En það sem mér finnst skipta meginmáli hér í dag er að það er verið að skerpa á hlutverki fjármálaeftirlitsnefndar og verið að tryggja réttaröryggi við töku ákvarðana á sviði fjármálaeftirlits.