Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[15:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þingflokkur Miðflokksins mun greiða atkvæði með því frumvarpi sem hér liggur fyrir. En ég vil nýta þetta tækifæri og ítreka það sem ég sagði við 2. umr. að ég vona að þetta verði í síðasta skipti sem við hér í þinginu viðhöfum það sem ég hef kallað krampakennd árleg viðbrögð við stöðunni á fjölmiðlamarkaði hvað einkageirann varðar, sem sagt hvað varðar önnur fjölmiðlafyrirtæki en ríkissjónvarpið. Það er ekki boðlegt að við heykjumst á þessu ár eftir ár. Það vantar ekki talandann, það vantar ekki yfirlýsingar, um að nú sé þetta allt að koma, en svo bara gerist ekki neitt. Ég skora á okkur hér inni að sameinast nú um að þetta verði í síðasta skipti sem þessi útfærsla verði viðhöfð.