Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[16:06]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hér upp sérstaklega í kjölfarið á því sem hæstv. viðskipta- og menningarráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir sagði hér áðan um að 50% af öllum auglýsingum okkar rati til erlendra efnisveitna. Ég vil bara minna á það að hæstv. ráðherra er í lófa lagið að skattleggja nákvæmlega þetta. Hæstv. ráðherra er í lófa lagið að koma með virðisaukaskatt á nákvæmlega þessar risaupphæðir sem eru að renna úr landi án þess að króna komi í ríkiskassann. Um leið væri hægt að nýta stóran hluta af því til að tryggja fyrirsjáanleika og styðja við einkarekna fjölmiðla.