Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 118. fundur,  7. júní 2023.

breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

1156. mál
[11:49]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og ætla ekki að bæta við spurningu í þessu samhengi í ljósi þess að hæstv. ráðherra ætlar að halda áfram með svar sitt í seinna andsvari. En bara í því samhengi og ef tími vinnst til þá er ég forvitin um það, því að þessi ákvörðun er auðvitað tekin til að senda skilaboð inn í m.a. þær kjaraviðræður sem fram undan eru, þá þótti mér áhugaverð spurning hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hér áðan, sem ég held að hæstv. forsætisráðherra hafi ekki fundið tíma til að svara, og hún var: Í þeim aðgerðum sem voru kynntar fyrir fjórum dögum síðan til varnar verðbólgu, hvaða tekjuöflun ríkissjóðs í þeim tillögum eins og þær voru kynntar lá ekki þegar fyrir þegar fjármálaáætlun var lögð fram? Hvaða viðbótarskattheimta er að eiga sér stað samkvæmt þessum tillögum?