Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Enn og aftur kem ég hingað til að benda á fullar hirslur af fé sem væri kannski hægt að sækja nokkrar krónur í umfram þær 13 sem á að sækja á næstu fimm árum. Það er löngu orðið tímabært að samfélagið í heild sinni fái í raun að taka þátt í því að eiga auðlindina í kringum landið, að eiga miðin í kringum landið. Þetta miðar að því að sækja 7 milljarða í viðbót á ári hverju til stórútgerðarinnar, til þeirra sem skila góðum afkomubata, en ekki ráðast á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki eða neitt slíkt. Við erum að sækja peningana þar sem hirslurnar eru troðfullar af þeim fyrir. Ég bara skil ykkur ekki, ég verð að segja það, glæsilegi þingheimur. Ég næ engan veginn utan um það af hverju við reynum ekki að sækja fé þangað sem það er fyrir. Ég næ því ekki. Ég hvet ykkur til að styðja þetta. Það er löngu orðið tímabært að stórútgerðin og bankarnir taki þátt í samfélaginu.