Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:46]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Ég hef ekki tíma til þess á þessari mínútu að þylja upp fyrir þingheimi allar þær sorgarsögur sem eru að koma hérna í fjölmiðlum og berast til okkar út um allt af ótímabærum dauða og vanbúnu geðheilbrigðiskerfi. Við erum jafnvel að sjá fólki vísað frá neyðarskýlum, ítrekað, og það tekur sitt eigið líf af því að við virðumst ekki vera burðug til þess að vernda samfélagið hér, sem er okkur til ævarandi skammar. 2. minni hluti er að biðja um 3 milljarða kr. til að byggja undir og styrkja stoðirnar í geðheilbrigðiskerfinu okkar og þykir það nú ekki allt of mikið um beðið. Ég skora á ykkur að sýna djörfung og dug, úr hverju við erum gerð, þegar kemur að fólkinu sem við þurfum raunverulega að taka utan um og hjálpa og ekki að vera svona ógeðslega nísk þegar kemur að því sem raunverulega skiptir máli í samfélaginu.