Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:47]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Enn á ný er 2. minni hluti að koma hér með beiðni, fara bónarveginn að hæstv. ríkisstjórn, og segja: Hjálpið þeim upp því þau eru öll að drukkna. Við erum að biðja um 2 milljarða kr. til að styðja enn frekar við úrbætur gegn fíknisjúkdómi. Við erum hér með frábæra starfsemi sem getur ekki sinnt ákallinu sem til þeirra er beint. Við erum með 700 einstaklinga sem eru að biðja um hjálp inn á Sjúkrahúsið Vog og 100 einstaklingar á dag gráta í Hlaðgerðarkoti til að biðja um eftirmeðferð. En því miður, vinur minn, það eru ekki til peningar og ríkisstjórnin er ekki að hugsa um þig. Bíddu í bílnum. Ég er algjörlega að verða orðlaus yfir því hvað þið getið verið nísk á það sem raunverulega skiptir máli þegar við erum að tala um mannauðinn í landinu, sem Flokkur fólksins vill taka utan um og hjálpa til að komast út í samfélagið á ný.