Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:49]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Hér er þjóðfélagshópur sem er oftar en ekki látinn bíða. Í þessu tilviki erum við að óska eftir því að endurskoðun komi til og allar framkvæmdir komi til á árinu 2024 til að leiðrétta og byggja undir og bæta kjör öryrkja. Ekki árið 2025 eins og var boðað af hæstv. ríkisstjórn, heldur að flýta þessu um eitt ár. Enda telur Flokkur fólksins, og væntanlega þeir sem styðja þetta, að ekki sé vanþörf á að taka utan um okkar minnstu bræður og systur og styðja við þau eftir fremsta megni.