Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[14:26]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil fagna því að við erum komin á þennan stað í þessu mikilvæga, brýna máli. Hér erum við að veita einstaklingum ríkara ákvörðunarvald yfir eigin kynfrumum og fósturvísum. Við erum að draga úr þeirri mismunun sem er í gildandi lögum út frá fjölskylduaðstæðum. Ég fagna líka þeim breytingum sem birtast hér í meðförum nefndarinnar og hv. velferðarnefndar og samstöðunni um þessar mikilvægu breytingar. Ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Hildi Sverrisdóttur hennar málflutning og baráttu í þessu máli, en frumvarp hv. þingkonu var rætt samhliða því frumvarpi sem ég fór með fyrir þingið. Að lokum þá styð ég þessar breytingar heils hugar og þakka hv. velferðarnefnd og þinginu fyrir samstöðu í þessu gríðarlega mikilvæga máli.