Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almannatryggingar og húsnæðisbætur.

1155. mál
[14:55]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu öll þau skref sem stigin eru til að verja tekjulægra eftirlaunafólk og öryrkja fyrir verðbólgu. En ég hef stórkostlegar efasemdir um að það skref sem hér er stigið muni duga til að verja kaupmátt þessara hópa á þessu ári. Ég vil bara minna hæstv. ríkisstjórn á að einhver skilvirkasta leiðin til að vinna gegn fátækt á Íslandi er að bæta kjör öryrkja. Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við starfshópa sem malla einhvern veginn í einhverju heildarsamráði og heildarendurskoðun árum saman. Það þarf að stíga stærri skref.