Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almannatryggingar og húsnæðisbætur.

1155. mál
[14:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. 2,5% eru ekki nóg, 2,5% eru rétt bara til að halda í horfinu. 6% væru plús, 6% væru kannski að skila svona 5.000 kr. aukalega. Er ekki kominn tími til að þessi hópur fái 5.000 kr. aukalega en fái ekki alltaf annaðhvort á núlli, eins og núna, eða eins og hann hefur yfirleitt alltaf fengið, í mínus, og aukið kjaragliðnunina? En ég sé að það hugnast ríkisstjórninni ekki. Hún virðist einhvern veginn ekki vera tilbúin til þess að hjálpa veiku og slösuðu fólki og eins og við sjáum hér virðist henni eitthvað vera í nöp við eldri borgara líka.