Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

almannatryggingar og húsnæðisbætur.

1155. mál
[15:01]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ef ég sé rétt erum við að greiða þarna atkvæði um húsnæðisbæturnar. Eins og ég sagði áðan: 18 ára öryrki, sem er bara með lágmarkstekjur, bara venjulegar tekjur, engar aðrar tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins, fer í 50.000 kr. í mínus, 600.000 á ári. Það þýðir 66.000 kr. skerðingu á húsaleigubótunum. Tveir öryrkjar, eingöngu á bótum almannatrygginga, búa saman. Þeir lenda í því sama. Á ekki að hjálpa þessu fólki? Er ekki lágmark að frítekjumark húsnæðisbóta sé fyrir ofan bætur almannatrygginga en ekki fyrir neðan?