Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[18:32]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að ræða um frumvarp þar sem lagðar eru til þrjár aðgerðir. Sú fyrsta lýtur að því að bæta skil á virðisaukaskattsskýrslum og öðru slíku og bæta eftirlit með þeim sem skráðir eru á virðisaukaskattsskrá og er það vel. Önnur aðgerðin er lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við nýbyggingar og endurbætur og viðhald á húsnæði. Ég tek heils hugar undir það sem áður hefur komið fram, að við eigum ekki að lækka þetta á þessum tímapunkti. Flokkur fólksins er þvert á móti með breytingartillögu þar sem við viljum hækka endurgjaldið upp í 75% á þeim íbúðum sem ætlað er að byggja til félagslegra nota. Ég tek svo undir með hv. þingmanni hér á undan mér, Guðbrandi Einarssyni; við erum hér líka með breytingartillögu sem lýtur að lífeyrissjóðunum okkar, séreignarsparnaðinum, og við munum styðja Viðreisn í viðleitni þeirra til þess að einstaklingurinn geti ráðstafað þessu inn á mánaðarlegar afborganir af láni sínu.