Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

1156. mál
[18:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ríkissaksóknari og dómarar njóta sérstakrar stöðu í íslenskri stjórnskipan og samkvæmt evrópskum mannréttindareglum. Í dómaframkvæmd við ákvörðun kjara þessara hópa hefur verið talið að taka þurfi mið af því. Við styðjum þá hugsun sem býr að baki frumvarpinu en þingflokkur Samfylkingarinnar hefur þó ákveðnar efasemdir um að Alþingi eigi að hlutast til um kjör þessara hópa út frá pólitískum forsendum og nægar aðrar leiðir eru til að jafna kjörin í landinu ef menn vilja það, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Við styðjum því þennan lið tillögunnar.