Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 122. fundur,  9. júní 2023.

breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

1156. mál
[18:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Nú hafa breytingartillögur minni hlutans verið felldar, m.a. þær er varða stéttir sem við teljum vafasamt að þingið sé að hlutast til um. Engu að síður telur þingflokkur Samfylkingarinnar að frumvarpið sendi skýr og nauðsynleg skilyrði inn í erfitt efnahagsástand og því styðjum við það.